21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (372)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Magnús Jónsson:

Mjer þykir gott að heyra, að mál þetta er svona vel undirbúið af hendi hæstv. stj. En hvað rjettast er að gera, fer ekki einungis eftir því, hvað menn óska að gert sje. Stundum hefir reynslan orðið sú, að slíkum tryggingum hefir svo að segja orðið að neyða upp á menn.

Jeg er hissa á þeim upplýsingum, sem hv. þm. Borgf. (PO) gaf. Launamál fara auðvitað altaf til fjhn. En það gæti að vísu komið til mála að vísa þessu frv. til landbn., þar sem það fjallar um kjör Starfsmanna Búnaðarfjelags Íslands.