27.03.1928
Efri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4277 í B-deild Alþingistíðinda. (3736)

82. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Það er rjett hjá hv. þm. Seyðf., að jeg var ekki alveg ánægður með greinina í fyrstu. En við nánari athugun sje jeg, að óþarfi er að fella hana niður, því að greinarnar geta báðar staðið og bæta hvor aðra upp. Og úr því að álitið er, að af fjárhagsástæðum verði að slá nokkuð undan og leyfa spönsk sín sem skipsforða, tel jeg brtt. viðunanlega. Jeg mun greiða atkvæði með öllum brtt. á þskj. 585 og tel þær heldur til bóta, ekki síst 3. brtt.