14.04.1928
Neðri deild: 71. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4326 í B-deild Alþingistíðinda. (3785)

129. mál, samstjórn tryggingastofnana landsins

Magnús Guðmundsson:

Jeg er samdóma hv. 2. þm. Reykv. um það, að mál þetta en illa undirbúið, og því kom jeg með till. við 2. umr. um að vísa því til stjórnarinnar. Jeg veit, í hvaða skyni frv. er flutt, og jeg þykist vita, að þeim tilgangi muni náð. Hitt er víst, að engan sparnað leiðir af frv., og frágangur frv. er mjög ljelegur. En eins og jeg hefi sagt, veit jeg, hvar fiskur liggur undir steini. Jeg mun því ekki skifta mjer meira af málinu, heldur lofa því að sigla sinn sjó.