06.02.1928
Efri deild: 15. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1362 í B-deild Alþingistíðinda. (381)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Þótt þetta mál virðist smámál, þá verður því ekki neitað, að það er mjög mikilsvert, enda hefir það fengið allgóðar undirtektir í Nd.

Að vísu hefir Nd. aukið nokkru við frv., en jeg álít, að það sje aðeins til bóta og geri frv. aðgengilegra.

Með þessu frv. er stigið spor í rjetta átt, því að jeg álít, að stefna beri að því að afla sem flestum landsmönnum aðstöðu til þess að tryggja sjer fastan lífeyri eða varasjóð, sem þeir geti gripið til á elliárunum. Hvað snertir þessa starfsmenn Búnaðarfjelagsins, þá er það ekki einungis eftir ósk þeirra, að þetta frv. er fram borið, heldur einnig af hálfu Búnaðarfjelagsins sjálfs. Tel jeg því fullgildar ástæður fyrir því, að mál þetta nái fram að ganga, sje jeg svo ekki ástæðu til þess að fara um þetta fleiri orðum, en álít vafalaust, að frv. verði samþykt.