12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4659 í B-deild Alþingistíðinda. (3901)

103. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. annars minni hl. (Sigurður Eggerz):

Jeg vildi aðeins mótmæla því, að tveir framsögumenn hafi verið að sama nál.; jeg geri ráð fyrir, að hann hafi átt við mig og hv. 2. þm. G.-K. Það lítur út fyrir, að hv. frsm. meiri hl. hafi ekki lesið mitt nál., því að jeg hefi meira að segja tekið afstöðu öðruvísi en hv. 2. þm. G.-K. í ýmsu. Og mitt nál. er þannig, að meiri hl. hefði haft gott af að lesa það einu sinni, tvisvar eða jafnvel þrisvar.