12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4659 í B-deild Alþingistíðinda. (3904)

103. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (BSv):

Mjer þykir vænt um að fá leiðbeiningu um það frá gáfuðum þingmönnum, hvernig haga skuli fundarstjórn, en þegar einhver hv. þm. gerir þannig grein fyrir atkvæði sínu, að bera jafnframt sakir á aðra deildarmenn, þá hafa þeir rjett til að bera af sjer sakir.