09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4701 í B-deild Alþingistíðinda. (3929)

72. mál, dómsmálastarf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Jón Baldvinsson:

Þótt jeg geri ráð fyrir, að mál þetta fari í nefnd, þar sem jeg á sæti, þá vil jeg benda á, að frv. þarf að laga að því er snertir launakjör þessara embætta. Það er auðvitað gott að spara fje ríkissjóðs, en það er líka greinilegt, að hjer er of lágt farið með byrjunarlaunin. Það er mikill munur, hvort launin eru 5–6 þús. kr. eða 60–70 þús. kr. fyrir annað embættið og 30–40 þús. kr. fyrir hitt. Sparnaðurinn getur orðið mikill við skiftinguna, þótt farið sje hærra en þetta í launagreiðslu. Stj. hefir farið hjer of lágt, og álít jeg, að þetta beri að laga og ganga þannig frá, að launagreiðsla sje að minsta kosti sómasamleg, ef frv. þetta verður að lögum. Finst mjer ástæða til þess að benda á þetta, því varla mun hægt að fá verulega góða menn í þessi mikilsverðu embætti með þessum launakjörum, sem hjer eru ákveðin.