02.04.1928
Efri deild: 63. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4775 í B-deild Alþingistíðinda. (3994)

153. mál, Seðlainndráttur Íslandsbanka

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er flutt af fjhn. eftir tilmælum hæstv. forsrh. og stjórnar Íslandsbanka. Lítur nefndin svo á, að það sje ekki rjett að verða ekki við tilmælum bankans um að framlengja enn um eitt ár undanþágu frá inndráttarskyldu seðla. Það má að vísu spyrja þess, hve lengi þetta eigi svo til að ganga. Nefndin getur engu þar um svarað, en býst þó fastlega við því, að þetta sje í síðasta skiftið, sem veita þarf þessa undanþágu, og telur því rjett að veita hana að þessu sinni. Hygg jeg svo ekki þörf á því að gera frekari grein fyrir þessu frv. og tel ástæðulaust að vísa því í nefnd, þar sem það er flutt af fjhn.