02.04.1928
Efri deild: 63. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4776 í B-deild Alþingistíðinda. (3995)

153. mál, Seðlainndráttur Íslandsbanka

Jón Baldvinsson:

Jeg vil aðeins geta þess, þótt jeg gerði ekki ágreining um frv. í fjhn., að mjer finst mjög leitt, að frv. þetta er samþ. ár eftir ár og með sömu forsendum. Vil jeg víkja þeirri fyrirspurn til hæstv. stj., hvort ekki megi vænta þess, að fullnaðarskipulag komist brátt á innlausn seðlanna, þannig, að Íslandsbanki dragi inn seðlana eins og ráð er fyrir gert í lögum.

Jeg býst við því, að frv. þetta verði samþ., eins og áður hefir verið, en vil alvarlega mælast til þess, að hæstv. stjórn undirbúi þetta mál betur fyrir næsta þing.