19.01.1928
Sameinað þing: 1. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar ( Jón Auðunn Jónsson):

1. kjördeild hefir fengið til athugunar kjörbrjef eftirtaldra þingmanna:

Björns Kristjánssonar, 1. þm. G.-K.,

Einars Árnasonar, 1. þm. Eyf.,

Einars Jónssonar, 1. þm. Rang.,

Gunnars Sigurðssonar, 2. þm. Rang.,

Halldórs Stefánssonar, 1. þm. N.-M.,

Hákonar Kristóferssonar, þm. Barð.,

Hjeðins Valdimarssonar, 2. þm. Reykv.,

Ingvars Pálmasonar, 2. þm. S.-M.,

Jóns Ólafssonar, 3. þm. Reykv.,

Jóns Sigurðssonar, 2. þm. Skagf.,

Magnúsar Jónssonar, 1. þm. Reykv.,

Pjeturs Ottesens, þm. Borgf.,

Sveins Ólafssonar, 1. þm. S.-M.

Kjördeildin hefir ekki fundið neitt athugavert við kjörbrjef þessara þingmanna og leggur til í einu hljóði, að kosning þeirra verði tekin gild.