16.04.1928
Efri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4851 í B-deild Alþingistíðinda. (4060)

64. mál, hvalveiðar

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi ekki áður tekið til máls um þetta frv. En mjer finst nægilegt að vísa til aðstöðu minnar á síðasta þingi, en þá var jeg algerlega á móti því, að þetta leyfi væri veitt. Jeg tel brtt. hv. 3. landsk. sjálfsagða, en er ekki sammála hv. till.manni um ástæður þær, er hann bar fram fyrir henni. Jeg er sem sje ekki eins hræddur við erlend skip eins og hv. þm. Mjer þykja lögin um fiskiveiðar alt of ströng í því efni. Jeg tel t. d. rjett að breyta fiskiveiðalöggjöfinni í það horf, að heimilað væri hrepps- og bæjarfjelögum að taka á leigu erlend skip til fiskiveiða, eins og sumstaðar hefir verið haft á orði, en ekki er nú hægt vegna hinna ströngu ákvæða laganna.