27.01.1928
Sameinað þing: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (4107)

Kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar

Sigurður Eggerz:

Örstutt athugasemd. Jeg hefi skýrt ítarlega frá bankastjóraskipuninni í blaðagrein. Ástæðurnar fyrir henni vil jeg ekki telja hjer upp í þessu óskylda máli, en til þess að benda á hina miklu hræsni og yfirdrepskap hæstv. dómsmrh. (JJ), skal jeg geta þess, að eftir bankastjóraskipunina bauð stuðningsflokkur núverandi stjórnar, Framsóknarflokkurinn, mjer tvisvar hið allra mesta virðingarsæti, sem til er í þinginu, að vera forseti sameinaðs þings. Af því má ráða, hvernig litið hefir verið á það mál í þeim herbúðum.