27.01.1928
Sameinað þing: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (4108)

Kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg vildi aðeins benda mönnum á, hve djúpt sá maður er fallinn, sem finnur að með því að nota sína sekt til að svívirða aðra. Þessi hv. þm. (SE) álítur sig vera orðinn svo mikla grýlu, að skömm sje að segja það, að hann hafi einhverntíma getað fengið einhver atkvæði til einhvers í þinginu.