27.01.1928
Sameinað þing: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 178 í B-deild Alþingistíðinda. (4111)

Kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Jeg skal svara því strax. Í þingbyrjun í fyrra kom í ljós, að hv. þm. Snæf. (HSteins), sem þá var forseti, ljet nefndarkosning fara fram þannig, að beint brot var á þingsköpum. Það var til þess að hans flokksmenn kæmust í meiri hluta í tveim nefndum. Hann gaf þá fordæmið fyrir okkur nú. Þegar jeg og fleiri menn mótmæltum og m. a. einn þm. óskaði, að borið yrði undir deildina, neitaði forseti. Og þá var það, sem jeg skaut því fram, sem hv. þm. mun muna, að hæstv. forseti (HSteins) treysti deildinni mun ver til rangra úrskurða en sjálfum sjer.