14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

6. mál, laun embættismanna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg álít þessa brtt. mína svo einfalt mál, að ekki sje ástæða til þess að taka málið út af dagskrá hennar vegna.

Annars vil jeg geta þess, að jeg mun heldur leggja á móti brtt. hv. 2. þm. G.-K. Það er ástæðulaust að miða við svo stuttan tíma. Er alveg rangt að farið að fara að endurskoða lögin um laun embættismanna, fyr en fenginn hefir verið fastur grundvöllur í peningamálum. Það kann að vera, að hv. 2. þm. G.-K. álíti, að búið verði að festa peningana 1929, en jeg álít mjög vafasamt, að búið verði að ganga frá því til fulls þá.