17.04.1928
Efri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4869 í B-deild Alþingistíðinda. (4141)

Starfslok deilda

Jón Baldvinsson:

Jeg vil leyfa mjer að þakka hæstv. forseta fyrir þessi hlýju orð til deildarmanna. En jeg vil jafnframt þakka honum ágæta fundarstjórn í deildinni, sem honum hefir farist úr hendi með þeirri prúðmensku og lipurð, sem honum er eðlileg. Vil jeg svo óska honum góðrar heimferðar og farsællar heimkomu. Og að síðustu vil jeg taka undir þá ósk hans, að við megum allir hittast heilir á næsta þingi.

[Deildarmenn tóku undir þessi orð með því að standa upp].