14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (416)

6. mál, laun embættismanna

Sigurður Eggerz:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að skjóta því til hæstv. forsrh., að ef till. hans verður samþ., er með henni gerð breyting á grundvellinum undir dýrtíðaruppbótinni. Það, sem vakti fyrir nefndinni, var að reyna að humma það mál fram af sjer í þetta skifti. En ef farið verður að breyta lögum þessum á annað borð, þyrfti án efa að taka fleiri atriði í þeim til meðferðar en þetta eina. Jeg teldi því rjett, að nefndin fengi tækifæri til að athuga málið.