21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1695 í B-deild Alþingistíðinda. (4172)

10. mál, sundhöll í Reykjavík

Jón Ólafsson:

Það er nú í sjálfu sjer óþarft að vera að svara fullyrðingum hv. 2. þm. Reykv., en af því honum er svo lagið að skýra rangt frá gangi þessa máls í bæjarstjórn, þá vildi jeg árjetta lítilsháttar það, sem jeg sagði áðan.

Við höfum aldrei verið á móti málinu, þó við höfum ekki getað fylgst með hugsanahrærigraut hans og fljótfærnisályktunum þeim, sem komið hafa frá honum og skoðanabræðrum hans í bæjarstjórn. Það mun engan undra, þó að gætnir menn gleypi ekki allar flugur athugasemdalaust, sem frá þessum flokki koma.

Hefði verið farið að orðum hv. 2. þm. Reykv. og skoðanabræðra hans í bæjarstjórn, að flýta málinu, þá er vitanlegt, að um það hefði ekki verið svo búið, sem þurfti og við íhaldsmennirnir vorum sammála um.

Nú fyrst er málið svo undirbúið, að allar líkur benda til þess, að sundhöllin komist upp fyrir 1930. Með öðr

um orðum, málið er komið á þann rekspöl, sem meiri hluti bæjarstjórnar hefir altaf verið að vinna að, og við það mega allir vel una.