14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (420)

6. mál, laun embættismanna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það voru aðeins örfá orð út af því, sem hv. 2. þm. G.-K. sagði síðast um dýrtíðaruppbótina. Með brtt. minni er einmitt verið að leiðrjetta hið eina misrjetti, sem átt hefir sjer stað um dýrtíðaruppbótina. Hv. þm. sagðist hafa leyft sjer að sigla í mitt kjölfar í gengismálinu. Að vísu hefir sú sigling hans verið nokkuð skrykkjótt. Jeg vona, að hann geri það þá í framtíðinni. Og það skal aldrei þurfa að brýna mig til þess að verðfesta peninga. Það er áreiðanlegt.