14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1388 í B-deild Alþingistíðinda. (421)

6. mál, laun embættismanna

Magnús Torfason:

Ef till. á að fara til nefndar til athugunar, þá er það sennilega fjvn. En ekki geri jeg það að tillögu minni.

Jeg tel sjálfsagt, að prestar fái þessa uppbót. Ástæðan er sú, að þeir eru ver launaðir en áður, þegar þeir gátu stundað búskap sjer til framdráttar, en nú mun óhætt að segja, að búskapurinn er það ekki lengur. Það getur verið, að einstaka eldri menn geti það, sem voru búnir að hreiðra um sig fyrir stríð. En nú er búskapurinn ekki gróðavegur, nema þá fyrir sjerstaka búmenn. Jeg verð að vera með brtt., af því að jeg álít það algerlega órannsakað mál, hvort embættismenn í kaupstöðum eigi að fá hærri laun en embættismenn í sveitum, þegar alt kemur til alls. Og ef á að gera mun, dugir alls ekki að binda sig við sveitir eða kaupstaði. Jeg legg því til, að brtt. hæstv. forsrh. verði samþ.