14.02.1928
Neðri deild: 22. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1391 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

6. mál, laun embættismanna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil benda á það, að fjórir þm, úr fjhn. hafa þegar lýst skoðun sinni á málinu. Það er því aðeins einn þm, úr nefndinni, sem á eftir að athuga það.

Hv. þm. Dal. rökstuddi með því, að málið ætti að fara til nefndar, að athuga bæri, hvort ekki hefðu fleiri sjerstöðu en prestarnir. En nú fá allir aðrir embættismenn fulla dýrtíðaruppbót, svo að prestarnir eru einir um sjerstöðuna.

Út af því, að hv. þm. sagði, að stj. hefði fundið ástæðu til að breyta dýrtíðarreglunum, vil jeg taka það fram, að jeg ber ekki fram brtt. sem meðlimur í stj., heldur sem þm. Annars er þetta ekki veigamikið mál. (ÓTh: Vill hæstv. forsrh. upplýsa, hvaða útgjöld þetta hefir í för með sjer fyrir ríkissjóð?). Eitthvað í kringum 10 þús. kr. — ekki meira að minsta kosti.