27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (469)

11. mál, fræðslumálanefndir

Magnús Jónsson:

Það er aðeins viðvíkjandi brtt. þeirri, er jeg á við 1. gr. frv., sem jeg vildi segja nokkur orð. Mjer er nú að vísu ekkert kappsmál um þessa brtt., en jeg vildi þó benda hv. þdm. á, að það er hálfóeðlilegt, að þessa fræðslunefnd, sem á að gera tillögur um kenslu í barnaskólunum, skipi öll stjórn barnakennarafjelagsins, 3, 5 eða 7 menn, eða máske fleiri. Mjer þykir eðlilegra, að þessa nefnd skipi 3 menn, forstöðumaður kennaraskólans, fræðslumálastjóri og svo einn úr stjórn barnakennarafjelagsins. Mjer finst, að slík þriggja manna stjórn yrði hagkvæmari og veitti þó kennurunum nægan íhlutunarrjett.