27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (470)

11. mál, fræðslumálanefndir

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg mun heldur fylgja frv. heldur en brtt. Jeg tel ekki athugavert, þó öll stjórn kennarafjelagsins sje tekin, þar sem fræðslumálanefndinni er ekki veittur nema tillögurjettur samkv. frv., þar sem viðkomandi ráðherra hefir úrskurðarvaldið og getur beitt því án tillits til meiri eða minni hluta. En þetta verkefni, sem barnakennarafjelaginu er þarna fengið í hendur, gerir það talsvert myndarlegra og veitir því meiri festu, þar sem því er sýnt traust, líkt og Búnaðarfjelaginu, Fiskifjelaginu og fleiri svipuðum fjelögum. Þetta er að vísu ekki mikilsvert atriði, en jeg tel þó frv. betra