11.02.1928
Neðri deild: 20. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (484)

14. mál, hjúalög

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins minna á það, að jeg gat þess við 1. umr. þessa frv., að tillögur liggja fyrir um þau mál, sem tveir síðustu liðir þál. fjalla um. Ef ekki er þegar búið að afhenda hv. allshn. tillögurnar, þá verður það gert að vörmu spori. Jeg skal taka það fram, að ólíkar skoðanir komu fram hjá þeim, sem undirbjuggu, og vanst stj. ekki tími til að gera upp á milli þeirra.

Getur hv. þm. Borgf. fengið aðgang að öllum gögnum málsins hjá hv. allshn.