23.01.1928
Neðri deild: 4. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (497)

20. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. núverandi 2. þm. Reykv. (HjV) bar fram hjer í deildinni í fyrra áskorun til stj. um, að hún legði fyrir þetta þing frv. um þetta efni. Máli þessu var þá vel tekið, bæði af þáverandi stj. og öðrum, og þáverandi atvmrh. (MG) gat þess í umr., að nokkur gögn væru í stjórnarráðinu þessu máli viðvíkjandi.

Nú hafa þessi gögn verið notuð og hinsvegar einnig höfð hliðsjón af lögum annara þjóða um þetta efni, einkum sambandsþjóðar vorrar.

Að lokinni þessari umr. legg jeg til, að máli þessu verði vísað til hv. allshn.