09.03.1928
Neðri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1497 í B-deild Alþingistíðinda. (568)

27. mál, bændaskóli

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg hygg, að það væri rjettast að láta frv. fara í gegn eins og það er. Jeg býst við, að allir sjeu sammála um það, að hafa þessa undirbúningsdeild og að betra sje að nota kenslustofurnar til þess en að láta þær standa auðar.

Annars stóð jeg upp til að segja hv. þm. Borgf. það, út af ummælum hans við 1. umr., að búið á Hólum mun ekki verða þjóðnýtt á þessu ári.