28.02.1928
Neðri deild: 34. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1657 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

8. mál, ríkisrekstur á útvarpi

Sigurður Eggerz:

Það er aðeins örstutt aths. Út af því, sem fram hefir komið hjer í umr., vildi jeg aðeins vekja athygli manna á því, hve fráleitt það væri, ef slíkt mál sem þetta lenti í höndum annara en íslenskra manna.

Það viðurkenna allir, að þetta mál sje hið mesta menningarmál, og mjer liggur við að segja, að væri útlendingum falið þetta mál, þá væri það svipaðast því, sem menn t. d. fengju þeim skólamál vor í hendur.

Jeg vil mælast til þess, að hæstv. forsrh. (TrÞ) lýsi því yfir hjer, að slíkt geti ekki komið til mála.

Jeg ber fult traust til hans í þessu máli.