16.03.1928
Efri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1675 í B-deild Alþingistíðinda. (736)

8. mál, ríkisrekstur á útvarpi

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Jeg mintist á það við 2. umr., að nefndin væri ekki ánægð með orðalagið á frv., en gerði þó ekki brtt. við það, af því að þá þyrfti að orða upp að nýju flestar greinar frv. Nú hefir nefndin borið fram brtt. við upphaf 1. gr., þar sem stendur: Alþingi heimilar ríkisstjórninni o. s. frv. Leggur nefndin til, að í stað þess komi: Ríkisstjórninni er heimilt o. s. frv. Það þykir viðkunnanlegra að orða þetta svo. f öðru lagi vill nefndin breyta um orð í 1. gr., taka út orðið „hún“ og setja „Stöðin“ í staðinn, til þess að fyrirbyggja þann misskilning eða útúrsnúning, að það sje stjórnin, en ekki stöðin, sem megi vera þannig gerð, að nota megi hana jöfnum höndum til að útvarpa tali og söng o. s. frv., eins og í greininni stendur.