13.02.1928
Neðri deild: 21. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1726 í B-deild Alþingistíðinda. (774)

10. mál, sundhöll í Reykjavík

Halldór Stefánsson:

Jeg vil aðeins leiðrjetta missögn eða misskilning, sem kom fram í ræðu hv. 3, þm. Reykv. Hann talaði um, að jeg hefði sagt, að lítill áhugi væri fyrir þessu máli í Reykjavík. Jeg sagði það ekki, heldur að áhugi fyrir þessu máli væri minni en af er látið, ef brtt. þessar yrðu því að falli, en jeg dró í efa, að svo yrði. Eins og kunnugt er, eru margir áhugamenn um íþróttir í Reykjavík, og ættu þeir þá að geta vakið þann áhuga, er með þarf. Og það verð jeg að segja, að áhuginn er lítill, ef hann nægir ekki til þess, að sjálf Reykjavík geti með hlutfallslegum stuðningi leyst það af hendi, sem litlar heildir hafa gert úti um land.