22.02.1928
Efri deild: 29. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1777 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

26. mál, byggingar- og landnámssjóður

Björn Kristjánsson:

Jeg vil aðeins leiðrjetta eitt atriði í ræðu hæstv. dómsmrh., þar sem hann sagði, að í Landsbankanum hefði orðið hálfrar milj. kr. tap á tveimur kaupmönnum hjer í bæ á síðastl. sumri. Jeg vil aðeins upplýsa það, að þetta er ekki rjett. Jeg hefi farið í gegnum bækur bankans á síðastl. sumri og hefi ekki orðið var við nein slík töp á síðastl. sumri. Yfir höfuð hefi jeg við rannsókn mína á bankanum gengið úr skugga um það, að bankinn hefir tapað tiltölulega mjög litlum upphæðum á innlendum kaupmönnum hjer í bænum.