19.03.1928
Neðri deild: 51. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1824 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

26. mál, byggingar- og landnámssjóður

Sveinn Ólafsson:

Jeg vildi aðeins segja nokkur orð út af brtt á þskj. 519, frá hv. 2. þm. Skagf. Jeg er efni hennar að fullu samþykkur, en jeg sje ekki annað en að hún valdi ósamræmi milli 4. og 5. gr., ef hún verður samþykt. Í báðum þessum greinum er talað um lán til nýbýla á ræktuðu landi, en í 4. gr. verða önnur greiðsluskilyrði en eftir 5. gr. Vildi jeg vekja athygli á því, að þetta getur ekki hvorttveggja staðist. Eftir 4. gr. endurborgast lánið með 5% af lánsupphæðinni árlega í 42 ár, en eftir 5. gr. með 3½% af lánsupphæðinni í 50 ár. Virðist mjer óumflýjanlegt að lagfæra þetta, áður en málið er afgreitt frá þessari hv. deild, og kann að mega gera það með ritstjórnarrjettingu.