23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1849 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallson):

Hv. 1. þm. Skagf. kom með mjög mikilsverðar upplýsingar í þessu máli, sem sje að sykur væri eina varan, sem ekki hefði verið hækkaður tollur á síðan fyrir stríðið. En í þessu felst líka viðurkenning allra þinga, sem síðan hafa verið háð, um það, að sykur er orðinn nauðsynjavara. Hv. þm. var ennfremur að tala um baktjaldasamkomulag með ákafri fyrirlitningu. Já, það er ekki að undra, þótt hann telji það fyrirlitlegt, að þeir, sem með völdin fara og ábyrgðina hafa, tali í fullri alvöru um það sín á milli, hvernig eigi að sjá hag ríkisins sem best borgið! Jeg verð að segja, að það er tvöföld ástæða til að vera sem best á verði um þetta vegna ósæmilegrar framkomu Íhaldsmanna á þingi í fjármálefnum. Þeir, sem hafa sýnt slíkt ábyrgðarleysi í till. sínum um þessi mál, ættu ekki að tala með fyrirlitningu um fyrirhyggju okkar fyrir hag ríkisins.