23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1850 í B-deild Alþingistíðinda. (895)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Halldór Stefánsson:

Þetta mál var tekið á dagskrá áður en fjhn. gat borið sig saman um það. Jeg átti í fundarbyrjun aðeins lauslega tal um þetta við frsm. nefndarinnar, hv. þm. V.-Húnv., og sagði jeg honum, að ekki væri annað um það að segja af hálfu nefndarinnar en að hún hefði um það óbundin atkv. Jeg vil aðeins lýsa því hjer yfir, að mín aðstaða er alveg óbreytt, og þó telja megi, að sykur sje að nokkru leyti nauðsynjavara, þá er neyslan alveg óhófleg. — Af síðustu skýrslum má sjá, að árlega er innfluttur sykur, sem nemur um 36 kg. á mann, og er slíkt auðvitað alveg gegndarlaus eyðsla og langt umfram nauðsyn.