23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1879 í B-deild Alþingistíðinda. (911)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Frsm. 3. minni hl. (Ólafur Thors):

Jeg bað um leyfi til að gera örstutta athugasemd til að bera af sakir, en ekki af mjer, heldur af hæstv. forsrh.

Jeg taldi hæstv. ráðh. bundinn af atkvgr. hjer í deildinni, sem fór fram fyrir fáum dögum, og jeg taldi hann bundinn af atkvgr. frá 1926. Um síðara atriðið hafði jeg hæstv. ráðh. fyrir rangri sök. Jeg hafði ruglað honum saman við nokkra aðra flokksbræður hans, ágæta menn, svo sem hæstv. forseta (JörB).

Hv. 2. þm. Reykv. skal jeg ekki svara nú, honum get jeg svarað, þegar næsta mál á dagskránni verður tekið fyrir.