23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (912)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Magnús Guðmundsson:

Hæstv. forsrh. svaraði ekki því, sem jeg sagði um tóbakseinkasöluna, en sagði aftur á móti, að jeg minti sig á einhvern mann úr fornsögunum. Það er gamall siður hjá hæstv. ráðh., þegar hann skortir rök, að fara aftur í Sturlungu eða einhverjar fornar sagnir. En mjer dettur líka í hug maður úr fornsögunum, þegar jeg minnist hæstv. ráðh. Það er Björn að baki Kára. En ekki minnir þó sá, sem fyrir framan er, á Kára.

Hvað sykrinu viðvíkur, þá hygg jeg, að fátæklingar noti það í minna óhófi en þeir efnaðri.

Ekki er það rjett. að jeg hafi gefið yfirlýsingar fyrir hönd hæstv. fjmrh. Jeg gekk einungis út frá því, að hann stæði við það frv., sem hann bar fram.

Hv. 2. þm. Reykv. sagði, að um þetta hefði ekki verið neitt leynimakk; alt hefði verið opinbert. En það hefir ekki orðið það fyr en í dag.