23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

5. mál, ýmsir tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Frsm. 1. minni hl. (Hannes Jónsson):

Eins og jeg hefi tekið fram, þá hefði jeg helst kosið, að Ed. hefði gengið að frv. þessu óbreyttu eins og Nd. gekk frá því. En oft er það svo, þegar málum er breytt í Ed., að Nd. vill þá ekki eiga það á hættu, að þeim verði spilt enn meir, og samþykkir þau því eins og þau koma frá Ed. Svo er það fyrir mjer í þessu máli. Jeg vil ekki eiga það á hættu, að málið spillist. Jeg treysti ekki hv. 2. þm. G.-K. eða hans flokksmönnum svo, að jeg vilji fyrir hans orð eiga neitt á hættu. Hvað sem hv. 2. þm. G.-K. kann að segja, þá mun jeg ekki gera annað í þessu máli en það, sem jeg meina.