06.03.1928
Neðri deild: 40. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (962)

29. mál, jarðræktarlög

Lárus Helgason:

Hv. 1. þm. S.-M. vonast eftir því, að brtt. á þskj. 324 verði samþykt, en hv. frsm. hefir nú lýst því yfir fyrir hönd landbn., að hún muni verða á móti þessari brtt. Jeg lít svo á, að það sje ekkert óeðlilegt, þótt þessar jarðabætur sjeu reiknaðar með 3 kr. 50 au. upp í jarðarafgjöldin, þegar þess er gætt, hve mikill munur er á því að vera leiguliði eða sjálfseignarbóndi, sem þó fá líka styrk fyrir unnar jarðabætur, en að vísu minni en þetta. Þeir eiga sjálfir það, sem jörðin hækkar í verði við umbæturnar. Með núverandi verðlagi á vinnu er þetta hreint ekki of hár styrkur, þessar kr. 3,50 á dagsverk, og því ekki rjett að lækka hann. Vona jeg því, að brtt. bæði hv. 1. þm. N.-M. og hv. 1. þm. S.-M. verði feldar.