06.03.1928
Neðri deild: 40. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1960 í B-deild Alþingistíðinda. (969)

29. mál, jarðræktarlög

Jón Sigurðsson:

Jeg skal ekki ræða þetta mikið, og ekki síst vegna þess, að strikað hefir verið yfir stóru orðin frá í gær, en gengið inn á samkomulag um þau atriði, er þá var deilt um.

Út af orðum hæstv. fors.- og atvmrh. skal jeg geta þess, að það er skoðun okkar tillögumanna, að þó heyvinnuverkfæri sjeu nefnd, þá stilli stj. svo til með reglugerð, að jarðræktarverkfæri sjeu jafnan látin ganga fyrir, því að vitanlega er jarðræktin undirstaðan, og því á að láta kaup á þeim verkfærum sitja fyrir. Þegar þau eru fengin, má fara að snúa sjer að öðru.