24.01.1928
Neðri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (989)

2. mál, fjáraukalög 1926

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Það er svo um þetta frv., að það gefur ekki tilefni til þess, að verulegar umræður eigi sjer stað um það á þessu stigi málsins. Það stendur í nánu sambandi við landsreikningana fyrir árið 1926, og þeim verður útbýtt hjer á þingi mjög bráðlega. Jeg hygg því ástæðulaust að ræða málið nú; að minsta kosti leiði jeg það hjá mjer, nema sjerstakt tilefni gefist.

Jeg geri að tillögu minni, að málinu verði að umræðunni lokinni vísað til fjhn.