16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2277 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

101. mál, póstmál og símamál

Magnús Guðmundsson:

Jeg hefi hjer flutt brtt. á þskj. 657 í þá átt, sem jeg gat um við 2. umr., um að póstafgreiðslumannastöður skuli ekki lagðar niður fyr en jafnótt og þær losna. En þó hefi jeg bætt við þeirri undantekningu, að ráðh. sje þetta heimilt, ef sameiningunni er samfara sjerstakur sparnaður fyrir ríkissjóðinn.

Jeg sje ekki ástæðu til að segja fleira um þetta mál að svo stöddu, af því að jeg talaði rækilega um það við 1. umr., en vil mjög gjarnan heyra undirtektir hv. þm. V.-Húnv. Hann hafði góð orð um það við 2. umr., að hann mundi fáanlegur til samvinnu við mig til umbóta á frv.