02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2290 í B-deild Alþingistíðinda. (1030)

47. mál, kosningar til Alþingis

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg vænti þess, að hugsunarháttur manna hafi ekki breytst svo mjög frá því, sem hann hefir verið á fyrri þingum, að hætta sje á, að þm. láti frv. þetta verða að lögum. Eins og hv. flm. tók fram, þá eru heldur engar nýjar ástæður fyrir hendi, er mæla með frv. En ókostum þess hefir verið áður lýst og það kemur æ berlegar í ljós, að verkafólki kaupstaða og sjávarþorpa er mjög óhægt að nota 1. júlí sem kjördag. Till. um þessa færslu hefir áður komið fram á Alþingi og var því þá mótmælt af verkamönnum, enda hefir það ekki náð fram að ganga. Jeg veit ekki, hvernig hugir manna til þessa eru nú hjer á Alþingi. En jeg mun greiða atkv. gegn því, að þetta frv. fari til nefndar.