24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2320 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

47. mál, kosningar til Alþingis

Haraldur Guðmundsson:

Jeg verð að segja, að það er einkennilegt, ef ekki er hægt að fá málinu frestað, þegar frsm. er ekki við, einkum þegar forseti hefir enn ekki tekið eldri mál á dagskrá. Þykir mjer ærið hart, ef sjerstaklega á að fara að vilja eins frsm. og hrista málið af, þótt beiðni komi um skamma frestun frá öðrum.