24.04.1929
Neðri deild: 53. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2329 í B-deild Alþingistíðinda. (1069)

47. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Jeg þarf ekki að taka til mín aðfinningar hæstv. forsrh.; jeg hefi ekkert lagt til hv. 2. þm. Árn. fyrir það að vera fjarverandi.

Jeg ætla heldur ekki að svara hv. þm. Ísaf. Hann var í svo miklum vandræðum að halda þessa ræðu, að það er ekki rjett að þjaka honum, og þó var hún ekki annað en endursögn á því, sem hann hafði áður sagt. Jeg vil því ekki auka honum vandræði með því að rífa niður þetta litla, sem hann gat tínt til, enda ástæðulaust að vera að tví- og jafnvel þríprenta upp í Alþingistíðindunum svona nauðaómerkilega ræðu.