01.05.1929
Neðri deild: 58. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2345 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

47. mál, kosningar til Alþingis

Haraldur Guðmundsson:

Mjer finst hv. 1. þm. Skagf. hafa mjög mikinn áhuga á því, að málið verði ekki fyrir neinum töfum. Hann ætti þá að geta skilið það, að ef breyt. verða gerðar á frv. í hv. Ed., þá verður það að koma hingað aftur, og að því væri mikil töf. Aftur á móti munu allar brtt. mínar verða gerðar í samráði við flokksbræður mína í hv. Ed., og verði þær samþ. hjer, má telja víst, að hv. Ed. fallist á þær.