20.02.1929
Efri deild: 3. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2449 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Tildrög þessa frv. eru úr Húnavatnsýsla. Þar hefir nokkur undanfarin úr verið mjög um það hugsað að reyna að bæta höfn kaupstaðarins, þannig að hún gæti orðið aðalhöfn við Húnaflóa. Þetta hefir náttúrlega mikla þýðingu fyrir hjeraðið sjálft, en það hefir líka mikla þýðingu fyrir siglingar fyrir Norðurlandi, því að oft og tíðum lenda skip í vandræðum vegna hafnleysis á Húnaflóa. Það mundi ennfremur hafa mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn við Norðurland, ef hafnargerðin tækist á Skagaströnd.

Út í þetta ætla jeg ekki að fara lengra að sinni, en vil bæta því við, að Húnvetningar óska mjög eftir, að þetta frv. komi fyrir þingið. Málið var undirbúið af vitamálastjóra síðastl. ár, eins og grg. frv. ber með sjer, svo að það er í raun og veru komið á það stig, að eðlilegt er að leggja það fyrir þingið. Hitt er annað mál, að verkið er dýrt, og það er ekki þar með sagt, þótt frv. nái fram að ganga, hvenær sýslan eða landið eru fær um að framkvæma það.

Jeg býst við, að þetta frv. ætti að fara til sjútvn. að lokinni umr.