21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2467 í B-deild Alþingistíðinda. (1135)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg hafði ekki tækifæri til þess að vera við fyrri umr. þessa máls, þar sem jeg var þá bundinn við umr. í hv. Nd. Vil jeg þakka hv. sjútvn. og hv. d. fyrir að hafa afgr. málið til 3. umr. Eftir að hafa heyrt ræðu hv. 6. landsk. út af brtt. hans á þskj. 154, vil jeg geta þess, að jeg get fyrir mitt leyti fallist á þær með tilliti til þeirra raka, sem fram komu í ræðu hans, og vona, að hv. d. geti einnig verið þeim meðmælt.