29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2516 í B-deild Alþingistíðinda. (1181)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Magnús Guðmundsson:

Það er rjett hjá hv. 2. þm. Reykv., að við framkvæmd eignarnáms skal fara eftir 1. nr. 61, 1917, þegar annað er ekki sjerstaklega ákveðið. Og við nánari athugun, þá held jeg, að þessi heimild geti ekki spilt frv. neitt. Og að því leyti, sem mátt hefir skilja ummæli mín áður sem andmæli gegn brtt., þá skal jeg geta þess, að jeg sje nú ekki ástæðu til þess að vera á móti henni.