29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2516 í B-deild Alþingistíðinda. (1182)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Jeg vil aðeins benda á það, að þar sem stj. hefir samkv. 3. gr. frv. álitið rjett að kveða ger á um það, hvernig eignarnámið skyldi fara fram við hafnargerð þessa, ef til kemur, þá kann jeg því illa, að það skuli á síðustu stundu koma fram brtt., er felur í sjer önnur ákvæði í þessu efni.

Þetta vildi jeg aðeins hafa tekið fram, en að öðru leyti er mjer þetta ekkert kappsmál.