02.04.1929
Efri deild: 34. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2532 í B-deild Alþingistíðinda. (1196)

23. mál, gjaldþrotaskifti

Jón Þorláksson:

Um þann sjúkleik viðskiftalífsins, er jeg áður nefndi og fólginn er í því, að menn draga alt of lengi að framselja bú sín, þá þeir eru orðnir gjaldþrota, þarf jeg ekki frekara að segja, því að hæstv. ráðh. viðurkennir þennan sjúkleik, en vill þó ekkert gera til þess að ráða bót á honum. Hann hefir bitið sig svo fast í það, að gjaldþrotum megi yfirleitt líkja við íkveikju, að frá því verður honum ekki snúið. (Dómsmrh.: Eða húsbruna). Húsbruni, sem eigi er vitað um orsakir til, vekur jafnan grun um glæp, en ef bú er framselt vegna óheppilegs atvinnurekstrar, þá geta gjaldþrot átt sjer stað án þess að nokkur grunur Um glæpsamlegt atferli geti vaknað við það.

Auðvitað hjálpa ákvæðin um nauðasamninga dálítið, en þessi lög eru ekki sniðin í samræmi við þá löggjöf. Í því sambandi vil jeg benda á niðurlagsákvæði 1. gr., þar sem lögð er skylda á atvinnurekendur að framselja bú sín til skiftameðferðar undir vissum kringumstæðum og viðurlög sett í 39. gr., ef út af þessu er brugðið. Nú er þess að gæta, að lögin um nauðasamninga heimila aðra leið, sem sje að leita nauðasamninga. Þetta, finst mjer rekast á, því með þessari seinni löggjöf er kipt burtu ákvæði eldri laga, sem eiga þó að vera í gildi. Þess vegna finst mjer, að það með á engan hátt eiga sjer stað, að ákvæði laganna um nauðasamninga verði fyrir borð borin, hvað sem þessum lögum um gjaldþrotaskifti líður að öðru leyti.