16.04.1929
Neðri deild: 46. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2561 í B-deild Alþingistíðinda. (1240)

77. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Magnús Guðmundsson:

Jeg heyrði ekki, hvort hv. frsm. talaði nokkuð um breyt. þær, er n. leggur til, að gerðar verði á símalínum í Skagafirði Jeg vildi benda á, að það hlýtur að vera villa í brtt. n., þar sem talað er um línu frá Víðimýri um Frostastaði að Hofdölum, því í sumar á að leggja línu frá Víðimýri að Rjettarholti. í brtt. minni stóð lína frá Rjettarholti um Hjaltastaði, Frostastaði og Hofdali að Vatnsleysu. — Þetta hefir einhvernveginn skolast til hjá n., og þarf að leiðrjetta það.

Enn vil jeg vona, að n. haldi ekki fast við það að fella burt línu um Mælifell. Ef línan liggur ekki um Mælifell, þá verður engin stöð vestan Svartár, en hún verður oft ófær, einkum vor og haust. Vegalengdin verður svo að segja engu meiri, því línan liggur meðfram Svartá, og Mæli fell er skamt frá ánni hinumegin.

Þessi tvö atriði vænti jeg, að hv. n. vildi athuga fyrir 3. umr. N. hefir tekið upp þá aðferð, sem er alveg rjett, að taka upp í símalögin það fyrirkomulag, sem sveitirnar óska sjálfar. Vona jeg því, að hún taki vel í þetta.